Virtual Ísland í Finnlandi

föstudagur, apríl 28, 2006

Vappu!!

Já þá eru samfestingarnir komnir á kreik. Það vill svo vel til að 1. maí er á mánudegi í ár svo stæðsta drykkjuveisla Helsingi búa VAPPU hefst víst hjá flestum í dag. Annars er hefðin víst sú að á daginn fyrir fysta maí kl 18. setja gömlu setja gömlu stúdentarnir og stúdínurnar upp húfurnar á ný og smella einni á styttuna Havis Amanda. Þessu er svo fagnað með "léttri" drykju til morguns, og þá mæta allir í picknick morgunmat niður á Ullalinnanmäki og fá sér síld og kamppavín.
Nú en þetta er að sjálfsögðu notað hjá háskólanemum til að gera sér glaðan dag, og nú þegar helgin er frammundan er alger óþarfi að spilla möguleikanum á 3 daga partíi.
Maður er bara að verða svo gamall, td. lentti ég í því að ég man eftir Vappu í fyrra! sem ekki er hægt að segja um þessa hátíð að meðan Helena var í skólanum fyrstu árin okkar hér :o)
Ég er nú samt að spá í skella mér í bæinn þann 30. og jafnvel í síld og kamppavín þan 1. svona af gömlum vana. Kanski fæ ég konuna í græna samfesting lífræðinema við háskólan í Helsinki, þó fynst mér það ólíklegt.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Raufarhöfn.is

Alveg var það stórkostlegt að detta svona inn á heimasíðu Raufarhafnar, kýkja svona á gamlar slóðir. Ég sagði þá og segi enn að allir ættu að prófa að búa í litlu samfélagi úti á landi yfir vetur á Íslandi. Annars Ríben, ég bjó þar veturinn 94/95 og vann fyrir mér sem "kennari" líklega ekki sá glæsilegasti sem Barnaskólinn á Raufarhöfn hefur haft en gaf mér tækifæri og tíma til að kynnast bæði börnum og foreldrum þeirra. Svo og sveitaballa stemmingunni og hágæða "landanum" sem hélt á manni hita í frostinu og ófærðinni í ríkið á Húsavík.
Annars voru "krakkarninr mínir" það besta við dvölina, sem sagt 4 - 5 bekkur sem að vöfðu kallinum um fingur sér, og viti menn á þessari blog öld Þá eru mörg þeirra með síður. Ég hef sem sagt eitt síðustu dögum í að "surfa" á milli síðna og glugga og reint að finna út hvað á daga þeirra hefur drifið síðustu 11 árin! Svo og jafnað mig á sjokkinu að þau séu orðin 21 og komist í ríkið... jafnvel nokkur komin með fjölskildur og börn, mað getur ekki annað en verið stoltur þó svo að ég hafi nú líklega ekki á heiðurinn af því að svona vel hafi ræst úr þeim.
Það er skrítið en ég verð að viðurkenna, þó það sé mér þvert um geð, að ég sakna Raufarhafnar. Maður verður líklaga að kýkja við í sumar og fá sér einn kaldann á Félaganum, þar sem hann lítur út fyrir að vera enn opinn.