Virtual Ísland í Finnlandi

föstudagur, desember 08, 2006

Jólin og heimilislausu kisurnar

Þá eru jólin að koma, ég hef haft það fyrir sið að gefa svona 20-30€ til HESY í tilefni jólana. Alveg er það furðulegt hvað fólk getur verið ógeðslegt að skilja þessi gey eftir á víðavangi. Hér í landi er allt of mikið um svokallaðar sumarketti, semsagt ketlingur tekin að vori, voða gaman nú svo kemur haust ketlingurinn orðin stór köttur. Fólk er svo ruglað, í stað þess að svæfa köttin þá er greyið skilið einhverstaðar eftir. Svo eru það rugludallarnar sem fara svo ílla með þessi grey að það verður að taka gæludýrin af þeim.
Ég ættla að skora á ykkur öll að gefa heimilslausum köttum Gleðileg Jól og þar sem þið eruð flest á Íslandi þá langar mig að benda á Kattholt þeir eru með reikning 113-26-000767 kt. 550378-0199 og gættu nýtt 2000-3000 kr. Video dagsins er kittycat dance

mánudagur, desember 04, 2006

Fyrirheitna land gólfteppana.

Jú jú var að koma frá Lundúnum, alveg er það furðuleget að það skiptir ekki máli hve oft ég fer þá er ég alltaf jafn hissa á gólfteppunum sem eru allstaðar. Annars var London fín veðrið var fínnt gott að komast héðan úr kuldanum í svona létt haustveður. Annað gott við Breta eru free house pöbbarnir, þeas pöbbar í einkaeign svo bjórúrvalið er ljómandi allt fullt of goslausum volgum bitter. Reindar verð ég að viðurkenna að bjórin þar er nú ekki eins volgur og af er látið, svo er maturin snild semsagt svona pöbbamatur, reindar hefur maður lent í hrikalegum lífsreinslum með mat hjá blessuðum bretanum. Þeir eru nú samt franir að læra að mat þarf ekki ALLTAF að sjóða í klukutíma áður en að þú ferð að matreiða hann.
Lenti samt í rosa steik af óðri kú svo og alveg snildar Tapas ef ég hefði ekki séð liðið hefði ég verið viss um að þau væru öll frá Katalóníu. Feriðin var bara að öllu leiti vel heppnuð, nema hvað ég þurfti að hanga yfir tölvu hræra í gangnagrunnum og kóda létta strengi í VB. Slítur svo í sundur fyrir manni daginn, þessi vinna.
Lag dagsins er svo með 7 seconds of love léttur smellur um breskan morgunverð.

laugardagur, desember 02, 2006

listi stolinn frá Nemal

Lítill og "nettur" spurningalisti fyrir þá sem eru þolinmóðir :)

1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veikur?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?