Virtual Ísland í Finnlandi

föstudagur, apríl 28, 2006

Vappu!!

Já þá eru samfestingarnir komnir á kreik. Það vill svo vel til að 1. maí er á mánudegi í ár svo stæðsta drykkjuveisla Helsingi búa VAPPU hefst víst hjá flestum í dag. Annars er hefðin víst sú að á daginn fyrir fysta maí kl 18. setja gömlu setja gömlu stúdentarnir og stúdínurnar upp húfurnar á ný og smella einni á styttuna Havis Amanda. Þessu er svo fagnað með "léttri" drykju til morguns, og þá mæta allir í picknick morgunmat niður á Ullalinnanmäki og fá sér síld og kamppavín.
Nú en þetta er að sjálfsögðu notað hjá háskólanemum til að gera sér glaðan dag, og nú þegar helgin er frammundan er alger óþarfi að spilla möguleikanum á 3 daga partíi.
Maður er bara að verða svo gamall, td. lentti ég í því að ég man eftir Vappu í fyrra! sem ekki er hægt að segja um þessa hátíð að meðan Helena var í skólanum fyrstu árin okkar hér :o)
Ég er nú samt að spá í skella mér í bæinn þann 30. og jafnvel í síld og kamppavín þan 1. svona af gömlum vana. Kanski fæ ég konuna í græna samfesting lífræðinema við háskólan í Helsinki, þó fynst mér það ólíklegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home